Hringastærðir

Hvernig á að mæla hringstærð.

Athugið að fingurnir séu ekki þrútnir eða of kaldir þegar þú mælir hringastærð til að koma í veg fyrir ranga mælingu.

Einnig skal hafa í huga að fingur eru oft misstórir á hægri og vinstri hendi.

Ef þú ert óviss hvernig þú mælir hringastærðina þá er alltaf hægt fá mælingu í skartgripaverslun.

Ef þú átt málband þá geturðu mælt með því, ef ekki þá geturðu notað þessa aðferð:

  • Notaðu þunna ræmu af pappír eða band og vefðu utan um fingurinn.
  • Gakktu úr skugga um að pappírinn/bandið sé fyrir neðan lið fingurs og nálægt hnúanum.
  • Merktu staðinn þar sem pappírinn/bandið mætist og mældu síðan lengd með reglustiku.
  • Notaðu töfluna hér að ofan til að ákvarða hringastærðina. 
  • Allir okkar hringir eru mældir eftir EU stærð í töflu.

Ef ummál er t.d. 57,6mm þá er hringastærðin þín 58.