Umhirða skartgripa
Umhirða Sterling silfurs
- Regluleg þrif: Þrífðu silfurhlutina varlega með mjúkum klút til að fjarlægja ryk og olíu. Fyrir frekari hreinsun, notaðu sérhæfðan silfurfægingarklút eða milt skartgripahreinsiefni.
- Geymsla: Geymið silfurskartgripi á köldum þurrum stað, fjarri sólarljósi og raka. Best að nota loftþéttan poka eða box til að koma í veg fyrir að silfur missi gljáann.
- Forðastu snertingu: Á Íslandi er mikið af brennisteini í vatninu og til að silfurskartgripirnir þínir haldi gljáa sínum og verði ekki svartir þá fjarlægðu þá alltaf fyrir sund eða bað.
- Einnig mælt með að halda silfurskartgripum fjarri kemískum efnum, ilmvötnum, húðkremum og heimilishreinsiefnum.
- Góð meðhöndlun: Þó að sterling silfur sé endingargott getur það samt rispast eða bognað. Ekki bera skartgripi við athafnir sem geta orðið til þessa að þeir verði fyrir höggi eða núningi.
Umhirða á Gullfylltu
- Haltu skartgripunum hreinum: Þurrkaðu skartgripina þína varlega með mjúkum klút til að fjarlægja óhreinindi. Fyrir frekari hreinsun, notaðu milda sápu og volgt vatn. Forðist sterk efni.
- Geymsla: Geymið gullfyllta skartgripi á köldum þurrum stað, fjarri sólarljósi og raka. Best að nota poka eða skartgripabox.
- Forðastu snertingu: Fjarlægðu skartgripina þína áður en þú ferð í sund, sturtu eða notar heimilishreinsiefni og þegar þú setur á þig ilmvötn og krem. Klór og ákveðin efni geta deyft gulllagið.
Umhirða skartgripa með steinum
- Skartgripir með steinum er stundum erfiðara að þrífa, fer allt eftir tegund steins. Líklega er auðveldasta og öruggasta leiðin að nota milda uppþvottasápu og mjúkan tannbursta, skola vel eftir þrif og þurrka með mjúkum klút.
Regluleg skoðun:
- Skoðaðu skartgripina þína reglulega og athugaðu hvort steinar eða annað sé að losna. Ef þú tekur eftir einhverjum vandamálum, vinsamlegast hafðu samband, alda@madebyalda.is.